Umsögn um lagafrumvarp

23.11.2007

BHM hefur skilað umsögn til Alþingis um lagafrumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. Áhersla bandalagsins er á hagsmuni þeirra starfsmanna þar sem veruleg breyting á sér stað. Annars vegar er það flutningur málefna og starfsmanna frá Fiskistofu og Umhverfisstofnun til nýs Matvælaeftirlits og hins vegar flutningur vatnamælinga Orkustofnunar og starfsemi Veðurstofu Íslands í nýja stofnun. Umsögnina má finna hér.