Chat with us, powered by LiveChat

Atkvæðagreiðslu 18 BHM félaga lokið

14.7.2008

Félagsmenn 17 aðildarfélaga BHM af þeim 20 sem undirrituðu kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs þann 28. júní síðastliðinn hafa nú samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á vegum félaganna.

Stéttarfélag lögfræðinga felldi samninginn í atkvæðagreiðslu.

Enn stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá Félagi háskólakennara og Kennarafélagi Kennaraháskóla Íslands en töf var á atkvæðagreiðslu þeirra vegna sameiningar skólanna.

Háskólamenn taka ábyrgð
Að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur formanns BHM má ætla að stuttur samningstími hafi haft úrslitaáhrif á afstöðu meirihlutans. ”Atkvæði greitt með samningnum verður þó tæpast túlkað sem yfirlýsingu um sátt við innihald hans. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að ríkisstjórnin standi við stóru orðin þegar við setjumst aftur að samningaborði næsta vor og framkoma samninganefndar ríkisins verði í samræmi við það sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að menntun sé forsenda framþróunar í landinu. Laun háskólamanna verða að endurspegla það.” segir Guðlaug.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í tölum
Fréttir