Ný launakönnun, taktu þátt!

Launakönnun til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum og á almennum markaði

29.4.2020

  • Launakonnun

Í dag, miðvikudaginn 29. apríl, verður send út launakönnun til félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá sveitarfélögum og á almennum markaði. Tilgangurinn er að afla nauðsynlegra upplýsinga um stöðu launamála og launaþróun hjá þessum hópum. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er einnig spurt um breytingar á starfshlutfalli, starfi eða kjörum vegna COVID-19 faraldursins.

Innan BHM hefur þróunin orðið sú að félagsmönnum á almennum vinnumarkaði fjölgar stöðugt en gögnum um launakjör er ábótavant. BHM tekur hlutverk sitt sem heildarsamtök á vinnumarkaði alvarlega og telur því nauðsynlegt að afla gagna frá þessum hluta vinnumarkaðarins.

Öll aðildarfélög BHM sem hafa félagsmenn hjá sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði ákváðu að taka þátt og nær könnunin til rúmlega 7.600 manns.

Til að könnunin nýtist sem best þarf svörun að vera góð. BHM hvetur því félagsmenn eindregið til að svara henni.

Það er rannsóknarfyrirtækið MMR sem gerir könnunina og er hún unnin í samráði við persónuverndarfulltrúa BHM.