Chat with us, powered by LiveChat

Ný stefna BHM samþykkt á aukaaðalfundi

2.11.2017

  • 20171101_132012

Á aukaaðalfundi BHM, sem haldinn var í gær, 1. nóvember 2017, var samþykkt ný stefna fyrir bandalagið. Hún leysir af hólmi áður gildandi stefnu sem samþykkt var á aðalfundi bandalagsins árið 2013.

Aðdragandinn er sá að á aðalfundi BHM sl. vor náðist ekki að afgreiða tillögur að nýrri stefnu bandalagsins sem lágu fyrir fundinum. Var málinu vísað til formannaráðs BHM til frekari úrvinnslu. Jafnframt var samþykkt að boðað skyldi til aukaaðalfundar á haustdögum til að afgreiða nýja stefnu bandalagsins. 

Formannaráð skipaði í ágúst fimm manna starfshóp til að vinna málið áfram og skilaði hann af sér tillögum að nýrri stefnu í byrjun október. Í kjölfarið var boðað til aukaaðalfundar 1. nóvember. Á fundinum, sem haldinn var í gær, voru tillögur starfshóps formannaráðs samþykktar sem ný stefna BHM með fáeinum orðalagsbreytingum.

Smellið hér til að nálgast nýsamþykkta stefnu BHM.


Fréttir