Chat with us, powered by LiveChat

Nýir vefir og bætt aðgengi að kjarasamningum

Fimm aðildarfélög BHM hafa nú fengið nýjar og endurbættar vefsíður

20.6.2022

Fimm aðildarfélög BHM sem reka sameiginlega þjónustuskrifstofu hafa nú fengið nýjar og endurbættar vefsíður. Félögin eru:

Markmiðið með breytingunum er að bæta aðgang félagsfólks og annarra að upplýsingum um stéttarfélögin og stórbæta aðgengi að kjarasamningum. Talverð vinna varð lögð í undirbúning, þarfagreiningu, hönnun og útfærslu á vefsíðunum sem unnar voru á vettvangi Þjónustuskrifstofu FHS og í samstarfi við Hugsmiðjuna. Þannig hefur tekist að samræma vefi fimm stéttarfélaga með það að markmiði að auka samlegðaráhrif og bæta þjónustu við félagsfólk. 

Áþreifanlegasta breytingin er að gera kjarasamningstexta, launatöflur og fylgiskjöl með kjarasamningnum aðgengilegri en áður var. Nú er hægt að leita í kjarasamningum og bera saman kjarasamninga á auðveldan hátt á kjarasamningssvæðinu undir Kjör og réttindi flipanum á öllum vefsíðunum.

Vefirnir innihalda nú upplýsingar um kosti aðildar að félögunum og þjónustu sem félagsfólki stendur til boða. Þar er að finna upplýsingar um sjóði og sérstakan réttindavef með öllum helstu upplýsingum.


Fréttir