Chat with us, powered by LiveChat

Nýr formaður Félags sjúkraþjálfara

Gunnlaugur Már Briem hefur verið kjörinn nýr formaður Félags sjúkraþjálfara.

28.2.2022

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur Már Briem sjúkraþjálfari var kjörinn nýr formaður á aðalfundi Félags Sjúkraþjálfara (FS) þriðjudaginn 22. febrúar 2022. 

Gunnlaugur hefur verið starfandi varaformaður Félags sjúkraþjálfara síðastliðin 4 ár. Þar áður sat hann í kjaranefnd launþega hjá félaginu ásamt því að vinna að stofnanasamningum innan Landspítalans.

Hann tekur við formennsku af Unni Pétursdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur sinnt formennsku frá árinu 2013.

Sjá nánar á vef FS.


Fréttir