Nýr kjarasamningur SBU við sveitarfélögin samþykktur

22.7.2020

Félagsmenn Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) sem starfa hjá sveitarfélögunum (öllum nema Reykjavík) samþykktu nýgerðan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 10. til 16. júlí sl.

Samtals greiddu 50 félagsmenn atkvæði um samninginn. Þar af samþykktu 46 (92%) hann en 4 (8%) höfnuðu honum. Á kjörskrá voru 77 og var kosningaþátttaka því tæplega 65%.  


Fréttir