Nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM

28.6.2019

Edda Margrét Hilmarsdóttir er nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM. Hún er fædd árið 1976 og hefur lokið BA-prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. Áður starfaði Edda Margrét m.a. sem kjarafulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi og sem fulltrúi Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands. Sem ráðgjafi í þjónustuveri BHM mun hún m.a. sinna upplýsingagjöf og aðstoð við félagsmenn vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins. Einnig mun hún annast úrvinnslu umsókna og fleiri verkefni í þjónustuverinu.

BHM annast rekstrarlega umsýslu Orlofssjóðs BHM, Sjúkrasjóðs BHM, Styrktarsjóðs BHM og Starfsmenntunarsjóðs BHM samkvæmt þjónustusamningum við stjórnir sjóðanna. Einnig annast bandalagið rekstrarlega umsýslu Starfsþróunarseturs háskólamanna samkvæmt þjónustusamningi við stjórn setursins. 

Þjónustuver BHM er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00. Sjá nánar hér.