Nýr sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM

2.4.2019

KarenOsk4876Karen Ósk Pétursdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Hún er fædd árið 1985 og hefur lokið BSc-prófi í viðskiptafræði og MA-prófi í skattarétti og reikningsskilum frá HÍ. Auk þess hefur hún stundað meistaranám í mannauðsstjórnun við sama skóla. Frá árinu 2013 hefur Karen Ósk starfað hjá Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem er eitt aðildarfélaga BHM. Sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM mun Karen Ósk m.a. sinna verkefnum sem varða kjara- og réttindamál félagsmanna, vinna að undirbúningi kjarasamninga og annast verkefni á sviði jafnréttismála. Karen Ósk hefur þegar hafið störf hjá BHM og er með starfsstöð á 4. hæð í húsakynnum bandalagsins að Borgartúni 6 í Reykjavík. 


Fréttir