Nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM

Verður opnaður kl. 12:00 á hádegi næstkomandi mánudag

22.10.2020

  • A_hus_brekkusk

Næstkomandi mánudag, 26. október, verður opnaður nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM sem leysa mun núverandi bókunarvef af hólmi. Nýi vefurinn er aðgengilegri og notendavænni en sá gamli og felur í sér bætta þjónustu við sjóðfélaga. Meðal annars verður auðveldara en áður að ganga frá kaupum á hótelmiðum og nýta ýmis afsláttarkjör.

Hægt verður að fara inn á nýja vefinn gegnum vef og mínar síður BHM frá kl. 12:00 á hádegi næstkomandi mánudag. Allar pantanir færast sjálfkrafa yfir á nýja vefinn og sjóðfélagi skráir sig inn á hann með sama hætti og áður, þ.e. með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Vinsamlegast athugið að núverandi bókunarvefur (bhm.fritimi.is) mun liggja niðri frá kl. 12:00 föstudaginn 23. október. 


Fréttir