Ráðinn umsjónarmaður fasteigna OBHM

28.11.2018

Ottó Eyfjörð Jónsson hefur hafið störf sem umsjónarmaður fasteigna Orlofssjóðs BHM. Hann er fæddur árið 1981, er með meistarapróf í húsasmíðum og starfaði áður m.a. hjá Íslenskum aðalverktökum, Byggingafélagi Gylfa og Gunnars og framkvæmda- og veitusviði Bláskógabyggðar. Sem umsjónarmaður fasteigna OBHM mun Ottó sjá um verklegar framkvæmdir sem tengjast viðhaldi og viðgerðum á fasteignum sjóðsins í Brekkuskógi, Reykjavík og Borgarfirði. Í þessu felst m.a. að gera áætlanir um verklegar framkvæmdir, eftir atvikum semja við verktaka og hafa eftirlit með vinnu þeirra. Þess má geta að um er að ræða nýtt starf hjá OBHM.


Fréttir