Óheimilt að nota orlofshús í sóttkví

26.3.2020

  • Sumarhús_Aðaldalur_3
    Aðaldalur_hus_3

Athygli sjóðfélaga er vakin á því að það er með öllu óheimilt að nota orlofshús Orlofssjóðs BHM sem stað til að vera í sóttkví. Samkvæmt leiðbeiningum frá Landlækni til almennings varðandi sóttkví, skal einstaklingur í sóttkví halda sig heima við og má ekki fara út af heimili sínu nema brýna nauðsyn beri til. 

Það að nýta orlofshús Orlofssjóðs BHM sem sóttkví stofnar umsjónarmönnum húsanna og þeim sjóðfélögum sem koma í næstu útleigu í hættu. Jafnramt vinnur það gegn aðgerðum sóttvarnalæknis til að hindra útbreiðslu Covid-19. 

Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofshús BHM fyrir einangrun.

Sjóðfélagar sem hyggjast nýta eignir sjóðsins á næstu vikum eru vinsamlegast beðnir um að þrífa sérstaklega vel eftir sig með sápu og sótthreinsa alla snertifleti í lok dvalar.

Með fyrirfram þökk,
Orlofssjóður BHM.


Fréttir