Óljóst hvort opinberir greiningaraðilar uppfylli kröfur um hlutlægni

Umsögn BHM um frumvarp til laga um Þjóðhagsstofnun

1.12.2020

  • althingi

BHM styður tillögu um umbætur í hagrannsóknum hér á landi en tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni er til að setja á fót sérstaka ríkisstofnun til að sinna slíkum rannsóknum og ráðgjöf við stjórnvöld. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til laga um Þjóðhagsstofnun sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi.

Í umsögninni er bent á að ekki sé deilt um mikilvægi óháðra ráðgjafa fyrir ákvarðanatöku stjórnvalda. Samkvæmt lögum skuli opinber stefnumörkun byggjast á traustum forsendum sem unnar séu kerfisbundið og með hlutlægum hætti. BHM telur óljóst hvort opinberir greiningaraðilar hér á landi uppfylli ítrustu kröfur um hlutlægni.

Einnig er bent á að ákveðinnar einsleitni gæti í aðferðum við hagspár hér á landi enda notist allir helstu greiningaraðilar við spálíkan Seðlabanka Íslands. Einsleit líkön leiði til einsleitra spáa og einsleitni í opinberri umræðu. Mikilvægt sé að auka dýpt og fjölbreytni í umræðu um efnahagsmál.

Loks bendir BHM á að í nágrannalöndunum séu víða óháðar stofnanir sem sinni hagrannsóknum og greiningum sem stjórnvöld styðjist við.

Umsögnin í heild sinni


Fréttir