Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum

22.10.2021

  • Sóley Tómasdóttir / Fræðsludagskrá BHM
    Omedvitud-hlutdraegni
    Sóley Tómasdóttir

Ómeðvituð hlutdrægni og áhrif hennar á dagleg samskipti á vinnustöðum er fyrir öll sem hafa áhuga á samskiptum á vinnustöðum og bættri samskipta- og fyrirtækjamenningu.

Fyrirlesturinn er aðeins fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM og er þeim að kostnaðarlausu. 

Sjálfspróf 

Til að fá sem mest út úr fyrirlestrinum eru þátttakendur hvattir til að taka próf um ómeðvitaða hlutdrægni á vef Harvard háskóla. Sérstaklega er mælt með Gender-Science og Gender-Career, en önnur próf eins og weight, race og disability eru einnig mjög áhugaverð. Smellið hér til að taka prófin.

Sóley Tómasdóttir er kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur hjá Just Consulting , en hún byggir fyrirlestra sína á langri og fjölbreyttri reynslu af jafnréttisstarfi í bland við rannsóknir á þessu sviði.

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams. Skráning er nauðsynleg til að taka þátt, smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið. 

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á lokuðum Námskeiðsvef BHM í viku í kjölfarið. 


Fréttir