Opinn morgunverðarfundur í tilefni af aldarafmæli LSR

Allir sjóðfélagar velkomnir

22.11.2019

Um þessar mundir eru eitthundrað ár liðin frá stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Af þessu tilefni efnir sjóðurinn til opins morgunverðarfundar á Hilton Reykjavik Nordica fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Allir sjóðfélagar eru velkomnir. Dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00 en boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00. Lsr100