Opinn veffundur aðildarfélaga BHM um styttingu vinnuvikunnar á almennum markaði

5.3.2021

 • mynd_fundur_9_mars_stytting_vinnuvikunnar

Viðræðunefnd fjórtán aðildarfélaga BHM, sem nýlega gerðu samkomulag við Samtök atvinnulífsins um styttingu vinnuvikunnar, efnir til opins veffundar þriðjudaginn 9. mars nk. þar sem samkomulagið verður kynnt. 

Hér má nálgast glærur frá fundinum.

Umrætt samkomulag felur í sér að sérstakur viðauki bætist við kjarasamning aðila þar sem kveðið er á um breytingar á vinnutímaákvæðum samningsins. Á fundinum verður farið verður yfir hugmyndafræði samkomulagsins, útfærslur og áhrif styttingarinnar á aðra þætta kjarasamningsins. 

Fundurinn hefst kl. 12:00 og er öllum opinn, smellið hér til að komast inn á hann.

Viðræðunefndina skipa:

 • Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), formaður nefndarinnar
 • Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
 • Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur Þjónustuskrifstofu FHS

Aðildarfélögin fjórtán eru:

 • Dýralæknafélag Íslands
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna
 • Félags íslenskra náttúrufræðinga
 • Félag lífeindafræðinga
 • Félag sjúkraþjálfara
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
 • Fræðagarður
 • Iðjuþjálfafélag Íslands
 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
 • Ljósmæðrafélag Íslands
 • Sálfræðingafélag Íslands
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Stéttarfélag lögfræðinga
 • Þroskaþjálfafélag Íslands

Fréttir