Orlofsblaðið 2021 er komið út

17.2.2021

  • Orlofsbladid_2021

Orlofsblaðið, árlegt kynningar- og upplýsingarit Orlofssjóðs BHM, er komið út en þar eru kynntir þeir orlofskostir sem sjóðfélögum standa til boða á þessu ári. 

Samtals standa sjóðfélögum 54 orlofskostir (hús og íbúðir) til boða næsta sumar, allir innanlands. Vegna kórónuveirufaraldursins mun Orlofssjóður BHM ekki bjóða orlofskosti erlendis á þessu ári. Að auki niðurgreiðir sjóðurinn fjölbreytt úrval þjónustu sem sjóðfélagar geta nýtt sér í tengslum við orlofstöku.

Sem endranær má búast við því að fjöldi umsókna verði töluvert umfram fjölda þeirra orlofskosta og daga sem til ráðstöfunar eru. Þegar eftispurnin er þannig meiri en framboðið ræður punktainneign miklu um möguleika sjóðfélaga á því að fá úthlutun. Hins vegar hefur punktainneign ekki áhrif á möguleika sjóðfélaga á að fá úthlutað svokölluðu „flakkarahúsi“ heldur gildir þar reglan „fyrstur bókar, fyrstur fær“. Jafnan er hluti orlofskosta sjóðsins skilgreindur sem flakkarahús en auglýst verður síðar hvaða hús munu falla í þennan flokk sumarið 2021.

Orlofsblaðið 2021

Orlofsblaðið 2021 (pdf)


Fréttir