Fréttir
Ótímabært að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands

BHM styður þau markmið sem fram koma í frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun en telur ótímabært að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi í efnahagslífinu. Þá telur BHM að í frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð þurfi að formfesta betur þátttöku sjóðsins í samstarfsverkefnum einkafyrirtækja og háskóla. Þetta kemur fram í umsögn bandalagsins um þessi tvö lagafrumvörp sem nú liggja fyrir Alþingi.
Lesa meiraBHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samráðsleysi

BHM gagnrýnir að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samráð við bandalagið og aðildarfélög þess við breytingar á launasamningum við starfsmenn borgarinnar. Bandalagið krefst þess að breytingarnar verði dregnar til baka.
Lesa meiraAuglýst eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra Starfsþróunarseturs háskólamanna

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra setursins.
Lesa meiraOrlofssjóður BHM niðurgreiðir margvíslega þjónustu fyrir sjóðfélaga árið 2021

Líkt og fram hefur komið hefur stjórn Orlofssjóðs BHM ákveðið að ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin.
Lesa meiraBHM leitar að ráðgjafa til starfa í þjónustuveri

Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa í þjónustuveri BHM. Um er að ræða fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund við úrlausn mála. Starfið er tímabundið til átta mánaða með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meiraVinnutími háskólafólks og skrifstofufólks samræmdur á almennum vinnumarkaði

Samkomulag var gert um breytingu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM fyrr í dag. Með breytingunni eru vinnutímaákvæði kjarasamningsins aðlöguð að vinnutímaákvæðum kjarasamninga skrifstofufólks á almennum vinnumarkaði en í framkvæmd hefur dagvinnutími víða verið samræmdur milli þeirra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi þessum og þeirra sem starfa eftir kjarasamningum skrifstofufólks.
Lesa meiraRekstur smáfyrirtækja

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.
Lesa meiraGrunnnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður upp á grunnnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, þ.m.t. félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá þessum aðilum.
Lesa meiraBHM kærir ákvörðun Vinnumálastofnunar til ráðuneytisins

BHM hefur kært ákvörðun Vinnumálastofnunar um að uppsagnir starfsmanna hjá Sjúkratryggingum Íslands sl. haust hafi ekki verið hópuppsögn.
Lesa meiraHljómlistarmenn samþykktu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Félagsmenn Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem starfa hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu nýjan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meiraÞjónustuver og skrifstofur lokuð á Þorláksmessu
Vegna jólaleyfa starfsmanna verða þjónustuver og skrifstofur BHM lokuð á morgun, 23. desember. Þjónustuverið opnar aftur mánudaginn 28. desember og verður opið dagana milli jóla og nýárs milli kl. 9:00 og 16:00.
Lesa meiraTekjufall mest hjá láglaunafólki – hætta á vaxandi ójöfnuði

Vísbendingar eru um að efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins komi harðast niður á láglaunahópum á Íslandi. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir áhrifum kófsins, en einnig ungt fólk og innflytjendur. Þegar má sjá merki þess hér á landi að ójöfnuður fari vaxandi vegna heimsfaraldursins. Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum veffundi sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar sem efnt var til í dag undir yfirskriftinni „Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að greiningin sé upphafið að stefnumótun og grundvöllur undir kröfur sem stéttarfélög og samtök launafólks þurfa að gera til stjórnvalda.
Lesa meiraKófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við

Ný greining sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fjallað er um áhrif COVID-faraldursins á launafólk eftir atvinnugreinum, verður kynnt á opnum veffundi (Zoom-fundi) þriðjudaginn 15. desember kl. 11:00. Dregin verður upp mynd af áhrifum kófsins 2020 á atvinnugreinar og launafólk í landinu í samanburði við áhrifin af hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmum áratug.
Lesa meiraStofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem langar að hefja eigin rekstur
Lesa meiraAthugasemdir BHM við frumvarp til laga um viðspyrnustyrki

Í umsögn BHM um frumvarp til laga um viðspyrnustyrki er efnahagslegum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins fagnað. Hins vegar er bent á nokkur atriði í frumvarpinu sem færa þurfi til betri vegar í ljósi versnandi skuldastöðu ríkissjóðs og aukinna byrða framtíðarskattgreiðenda vegna hennar.
Lesa meiraLenging fæðingarorlofs stórt framfaraskref fyrir börn og fjölskyldur landsins

„BHM styður lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og telur að með því sé stigið stórt framfararskref fyrir börn og fjölskyldur þessa lands enda er fyrirkomulag fæðingarorlofsmála einn af hornsteinum jafnréttis milli kynja í íslensku samfélagi.“ Þetta segir m.a. í umsögn BHM um frumvarp til nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Lesa meiraGildistími gistimiða framlengdur

Til þess að koma til móts við þá sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM sem keyptu gistimiða frá Keahótelum sl. sumar og gátu ekki nýtt þá hafa Keahótel ákveðið að framlengja gildistíma miðanna.
Lesa meiraÓljóst hvort opinberir greiningaraðilar uppfylli kröfur um hlutlægni

BHM styður tillögu um umbætur í hagrannsóknum hér á landi en tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni er til að setja á fót sérstaka ríkisstofnun til að sinna slíkum rannsóknum og ráðgjöf við stjórnvöld. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til laga um „Þjóðhagsstofnun“ sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi.
Lesa meiraÞjónustan nýtist sem flestum sjóðfélögum Orlofssjóðs BHM

Orlofssjóður BHM mun ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin.
Lesa meiraFylgjumst með því að desemberuppbót skili sér

Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót.
Lesa meiraTrello verkefnastjórnunarkerfi - námskeið fyrir félagsmenn

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á kennslumyndband um fyrstu skrefin við notkun Trello, í desember verða haldin tvö framhaldsnámskeið í Trello
Lesa meiraStjórnvöld þurfa að ákveða viðmið fyrir grunnatvinnuleysisbætur
Umsögn BHM um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa. 151. löggjafarþing 2020-2021, 35. mál.
Lesa meiraTilkynning frá Styrktarsjóði BHM
Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur og taka þær gildi frá og með fimmtudeginum 12. nóvember 2020. Greiðsla sjúkradagpeninga fyrir nóvembermánuð tekur mið af nýjum reglum.
Lesa meiraTekjufallsstyrkir samþykktir á Alþingi
Hluti af fjölþættum aðgerðum sem farið var í að frumkvæði BHM
Lesa meiraGildistími gistimiða framlengdur

Tilkynning frá Orlofssjóði BHM vegna gistimiða hjá Íslandshótelum
Lesa meiraÞegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur með Sirrýju Arnardóttur

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð.
Lesa meiraJafnlaunastaðal þarf að þróa áfram því jafnlaunavottun er ekki trygging fyrir útrýmingu launamisréttis
Jafnréttisráð verði lagt niður í núverandi mynd
Lesa meiraGeislafræðingar sömdu við ríkið

Fulltrúar Félags geislafræðinga (FG) undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við ríkið með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Lesa meiraNýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM

Næstkomandi mánudag, 26. október, verður opnaður nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM sem leysa mun núverandi bókunarvef af hólmi. Nýi vefurinn er aðgengilegri og notendavænni en sá gamli og felur í sér bætta þjónustu við sjóðfélaga. Vinsamlegast athugið að núverandi bókunarvefur (bhm.fritimi.is) mun liggja niðri frá kl. 12:00 föstudaginn 23. október.
Lesa meiraÁkveðið hefur verið að loka öllum orlofshúsum OBHM tímabundið

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október vegna COVID-19 faraldursins.
Lesa meiraMikilvægasta verkefni stjórnvalda er að koma í veg fyrir að íslenska hagkerfið verði fyrir varanlegum skaða af faraldrinum og að búa í haginn fyrir framtíðina
Umsögn BHM um frumvarp til fjárlaga 2021 og fjármálaáætlun 2021-2025.
Lesa meiraÁskorun til stjórnvalda frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa
Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti í vor að fella sálfræðiþjónustu og aðra klíníska viðtalsmeðferð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom nú í haust að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára.
Lesa meiraFjölþættar aðgerðir kynntar í þágu listamanna

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ásamt fulltrúa BHM kynntu í dag stuðningsaðgerðir fyrir listamenn sem hafa orðið illa fyrir barðinu á COVID-kreppunni. Formaður BHM vonast til þess að aðgerðirnar komi til móts við þarfir þessa hóps.
Lesa meiraMikið tekjufall hjá listamönnum vegna COVID-kreppunnar
Um 80% svarenda í könnun sem BHM gerði nýlega meðal listamanna hafa orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-kreppunnar. Helmingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50% milli ára og tæplega fimmtungur um á bilinu 75–100%, sem jafna má til algers tekjuhruns.
Lesa meiraCOVID-kreppan kemur þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum

Efnahagskreppan af völdum kórónuveirufaraldursins hefur komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Atvinnuleysi er afar mismunandi eftir landsvæðum og kynbundin áhrif COVID-kreppunnar hafa m.a. komið fram í hlutfallslega mikilli aukningu atvinnuleysis meðal kvenna með grunnskólapróf og í auknu álagi af ólaunaðri vinnu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fyrstu skýrslu sérfræðingahóps ASÍ, BHM og BSRB um efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins sem birt er í dag.
Lesa meiraBHM mótmælir uppsögnum hjá SÍ og dregur lögmæti þeirra í efa

BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka.
Lesa meiraOrlofssjóður BHM kemur til móts við sjóðsfélaga vegna þriðju bylgju Covid-19

Afbókanir endurgreiddar og sjóðsfélagar minntir á að óheimilt er að nýta orlofshús í sóttkví
Lesa meiraÞjónustuveri enn á ný lokað fyrir almennum heimsóknum
Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020, verður þjónustuveri BHM lokað fyrir almennum heimsóknum frá og með mánudeginum 5. október. Ráðgjafar þjónustuvers sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall.
Lesa meira„Við þurfum að vera virk í opinberri umræðu og taka þátt í að móta hugmyndirnar til þess að umskiptin verði sanngjörn“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók þátt í málstofu um sanngjörn umskipti í loftslagsmálum
Lesa meiraHver er þín stafræna hæfni?

Starfsþróunarsetur háskólamanna bendir félagsmönnum á sjálfsmatspróf
Lesa meiraSkýrsla kjaratölfræðinefndar um samningalotuna 2019–2020

Kjaratölfræðinefnd birti í dag fyrstu skýrslu sína en nefndin var skipuð á síðasta ári til að draga saman og vinna talnaefni um launa- og efnahagsmál til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. BHM á fulltrúa í nefndinni.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða