Fréttir (Síða 2)

BHM leitar að skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund til starfa í þjónustuveri - 25.3.2019

BHM auglýsir eftir umsóknum um starf ráðgjafa í þjónustuveri bandalagsins að Borgartúni 6 í Reykjavík. Starfið felst m.a. í því að veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, fara yfir og vinna úr umsóknargögnum og hafa umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli. Ráðgjafanum er einnig ætlað að vera sérfræðingur í málefnum Starfsþróunarseturs háskólamanna (STH).

Lesa meira

Skýr og vaxandi krafa um bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs - 19.3.2019

Formaður BHM ritaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hún reifar sameiginlegar kröfur aðildarfélaga bandalagsins er varða fjölskylduvænan vinnumarkað

Lesa meira

Ekki lengur litið á kynbundin brot sem „hversdagsleg“ eða „djók“ - 7.3.2019

#Metoo-byltingin hefur haft þau áhrif að ekki er lengur litið á kynbundin brot sem „hversdagsleg“ eða „djók“. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Gyðu Margrétar Pétursdóttur og Önnudísar Gretu Rúdolfsdóttur á hádegisverðarfundi sem BHM o.fl. stóðu að í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – hádegisverðarfundur 7. mars - 4.3.2019

Bandalag háskólamanna er einn aðstandenda hádegisverðarfundar sem haldinn verður nk. fimmtudag, 7. mars, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er 8. mars ár hvert. 

Lesa meira

Ríkið greiði án tafar skuld sína við félagsmenn aðildarfélaga BHM - 1.3.2019

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa enn ekki greitt félagsmönnum fjögurra aðildarfélaga vangoldin laun frá árinu 2015, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt dóm þar um fyrir tæpum fimm mánuðum.

Lesa meira

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um leiðir til að forðast kulnun og „blómstra“ í starfi - 28.2.2019

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 19. mars um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ási, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram hér.

Lesa meira

Auglýst eftir framboðum í trúnaðarstöður innan BHM - 22.2.2019

Uppstillingarnefnd BHM hefur auglýst eftir félagsmönnum úr röðum aðildarfélaga BHM sem áhuga hafa á því að taka að sér trúnaðarstörf innan bandalagsins. Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér þurfa að hafa samband við sitt aðildarfélag fyrir 15. mars nk.

Lesa meira

BHM styður kröfur stúdenta um hærri framfærslulán og frítekjumark hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna - 22.2.2019

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) um úrbætur á námslánakerfinu.

Lesa meira

Atvinnuleysi meðal háskólafólks eykst milli ára - 13.2.2019

Í janúar á þessu ári voru samtals 1.447 háskólamenntaðir einstaklingar skráðir án atvinnu samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun, en voru 1.095 á sama tíma í fyrra. BHM hefur áhyggjur af þróuninni. 

Lesa meira

Morgunfundur VIRK um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum - 12.2.2019

„Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!" er yfirskrift fundar sem VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa sameiginlega að á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar nk. milli kl. 8:30 og 10:00.

Lesa meira

Þjónustuver BHM lokað fyrir hádegi 7. febrúar - 6.2.2019

Þjónustuver BHM verður lokað fyrir hádegi á morgun, 7. febrúar, vegna starfsdags. Opið verður frá kl. 13:00 til 16:00.

Lesa meira

Leggur til að komið á verði á formlegum samráðsvettvangi um launatölfræði í aðdraganda kjarasamninga - 1.2.2019

Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til margvíslegar breytingar á söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi en nefndin skilaði skýrslu sinni í dag.

Lesa meira

Samstarfshópur vill að tekið verði á félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði - 1.2.2019

Samstarfshópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins leggur til margvíslegar aðgerðir til að vinna gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði. Meðal annars leggur hópurinn til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi sem BHM hefur lengi haft áhyggjur af og beitt sér gegn.

Lesa meira

Fjölsóttur fyrirlestur og vinnustofa um nýjar kröfur til stjórnenda - 28.1.2019

Uppselt var á fyrirlesturinn ,,Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“ og vinnustofu sem BHM, Starfsþróunarsetur háskólamanna og Kjara- og mannauðssýsla ríkisins stóðu fyrir þann 25. janúar sl.  

Lesa meira

Námsstyrkir þyrftu einnig að ná til nemenda í öðrum háskólagreinum - 25.1.2019

Yfirlýsing BHM vegna hugmynda mennta- og menningarmálaráðherra um námsstyrki til kennaranema.

Lesa meira

Þjónustuver og skrifstofur BHM lokuð fyrir hádegi 25. janúar - 24.1.2019

Þjónustuver og skrifstofur BHM verða lokuð fyrir hádegi á morgun, 25. janúar, vegna fyrirlestrar og vinnustofu á vegum BHM og fleiri aðila („Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“)Opið verður frá kl. 12:00 til 16:00.

Lesa meira

BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneytinu - 22.1.2019

BHM hefur sent félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneytinu fyrir laganema. Að mati BHM brýtur auglýsingin gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.

Lesa meira

Aðildarfélög BHM ræddu sameiginlegar kröfur á kjararáðstefnu - 15.1.2019

Á annað hundrað manns sóttu í morgun kjararáðstefnu BHM á Grand Hótel þar sem fjallað var um undirbúning kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög sem nú standa fyrir dyrum. Kynntar voru niðurstöður sameiginlegra funda sem félögin hafa átt að undanförnu til að móta sameiginlegar kröfur og áherslur í komandi viðræðum. 

Lesa meira

Blásið til kjararáðstefnu BHM þriðjudaginn 15. janúar - 10.1.2019

Næstkomandi þriðjudag,15. janúar, efnir BHM til kjararáðstefnu þar sem kynntar verða niðurstöður sameiginlegra funda aðildarfélaganna um kröfur á hendur ríki og sveitarfélögum í komandi kjaraviðræðum.

Lesa meira

BHM tekur þátt í verkefni um vaxtarmöguleika netvanga á Norðurlöndum - 9.1.2019

Heildarsamtök háskólafólks á Norðurlöndum hafa ákveðið að láta í sameiningu kortleggja umsvif netvanga (e. digital platforms) í þessum löndum sem tengja saman kaupendur og seljendur sérfræðiþjónustu. Verkefnið felst m.a. í viðamikilli úttekt á vaxtarmöguleikum netvanga í þessum löndum.

Lesa meira

Hvaða straumar og drifkraftar munu móta vinnustaði framtíðarinnar? - 7.1.2019

„Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“ er yfirskrift fyrirlestrar og vinnustofu sem haldnar verða föstudaginn 25. janúar nk. á vegum BHM, Starfsþróunarseturs háskólamanna og Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Lesa meira

Gleðilega hátíð! Lokað eftir hádegi 27. og 28. desember - 20.12.2018

Skrifstofur og þjónustuver BHM verða opin frá kl. 9:00 til 12:00 fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember. Lokað verður eftir hádegi báða dagana vegna jólaleyfa starfsmanna.

BHM óskar félagsmönnum aðildarfélaga gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Lesa meira

BHM gerir kröfu um vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar í störf hjá ríkinu - 19.12.2018

Yfirlýsing frá BHM í tilefni af nýlegum embættisveitingum hjá ríkinu.

Lesa meira

Breytingar á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM - 17.12.2018

Á undanförnum mánuðum hefur umsóknum um sjúkradagpeninga úr Sjúkrasjóði BHM fjölgað umtalsvert. Þetta hefur haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Að mati stjórnar sjóðsins er óhjákvæmilegt að bregðast við þessari þróun til að tryggja rekstur sjóðsins. Stjórnin hefur því ákveðið að breyta úthlutunarreglum sjóðsins. 

Lesa meira

Öryggi og velferð skjólstæðinga geta verið í húfi - 5.12.2018

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu í ljósi umræðna um upplýsingagjöf alþingismanna um menntun sína og fyrri störf. 

Lesa meira

Lífeyriskerfið 101 - Opinn morgunfundur BHM um lífeyrismál - 12.11.2018

Þriðjudaginn 27. nóvember nk. stendur BHM fyrir opnum morgunfundi þar sem fjallað verður um grunnþætti íslenska lífeyriskerfisins, það borið saman við lífeyriskerfi nágrannalandanna og vikið að mögulegri framtíðarþróun kerfisins.

Lesa meira

Háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgar ört - 8.11.2018

Nýlegar tölur frá Vinnumálastofnun benda til þess að atvinnulífið nái ekki að halda í við fjölgun háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Mikill fjöldi útskrifast úr háskólanámi á hverju ári og atvinnulífið virðist ekki hafa undan að skapa störf fyrir allt þetta fólk sem hæfir menntun þess. Margir háskólamenntaðir vinna störf sem ekki krefjast háskólamenntunar og eru því ekki að nýta menntun sína og sérþekkingu sem skyldi. Þar með má segja að fjárfesting einstaklinga og samfélagsins í háskólamenntun fari með vissum hætti í súginn.

Lesa meira

Góðir gestir frá Færeyjum - 29.10.2018

Í nýliðinni viku sóttu fulltrúar háskólafólks í Færeyjum BHM heim og fræddust um hlutverk og starfsemi bandalagsins.

Lesa meira

Kvennafrí í dag - baráttufundir um land allt - 24.10.2018

BHM hvetur konur til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:55 í dag til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustað.

Lesa meira

Skrifstofa og þjónustuver lokuð frá kl. 15:00 vegna 60 ára afmælisfagnaðar BHM - 23.10.2018

Skrifstofa og þjónustuver Bandalags háskólamanna verða lokuð í dag, þriðjudaginn 23. október, frá kl. 15:00 vegna 60 ára afmælisfagnaðar bandalagsins. Skrifstofan og þjónustuverið opna kl. 10:00 á morgun, miðvikudaginn 24. október. 

Lesa meira

60 ára afmælisfagnaður BHM í Borgarleikhúsinu - 17.10.2018

Enn eru örfá sæti laus fyrir félagsmenn aðildarfélaga. Skráning hér á vefnum (sjá Viðburðir og námskeið til hægri). Fyrst koma, fyrst fá!

Lesa meira

BHM gerir ýmsar athugasemdir við fjárlagafrumvarpið - 16.10.2018

Í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 lýsir BHM vonbrigðum sínum með að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu um það hvernig skuli tekið á launasetningu ákveðinna háskólamenntaðra hópa á vinnumarkaði. Í þessu sambandi minnir BHM á yfirlýsingu sem þrír ráðherrar gáfu út í tengslum við kjarasamninga við 16 aðildarfélög bandalagsins í febrúar sl. Þar er fjallað um gerð mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið, stefnu og aðgerðaráætlunar sem styðji við það markmið að bæta kjör heilbrigðisstétta. Í umsögninni segir að óljóst sé hvaða fjármunir séu ætlaðir til þessara verkefna eða hvernig dreifa eigi fjármunum milli stofnana. Þó sé ánægjulegt að sjá að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að framlög til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu verði hækkuð til að bæta mönnun.

Lesa meira

Fullnaðarsigur í máli BHM fyrir hönd ljósmæðra - 11.10.2018

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem BHM höfðaði gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar þess að skerða laun ljósmæðra sem stóðu vaktir á Landspítalanum í verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands árið 2015. Ríkið var dæmt til að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.

Lesa meira

Frávísun Hæstaréttar á máli Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegn ríkinu - 21.9.2018

Nýlega staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Félagsdóms um að vísa frá máli Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegn ríkinu. Niðurstaða Hæstaréttar sýnir að mikilvægt er að vanda orðalag bókana í kjarasamningum svo unnt sé að byggja kröfugerð fyrir dómi á þeim ef ágreiningur rís um efni þeirra.

Lesa meira

Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL - 20.9.2018

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Lesa meira

BHM 60 ára – afmælisfagnaður í Borgarleikhúsinu - 12.9.2018

Þriðjudaginn 23. október næstkomandi verða 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Þennan dag stendur bandalagið fyrir afmælisfögnuði í aðalsal Borgarleikhússins þar sem brugðið verður ljósi á ýmsa þætti sem tengjast baráttu BHM í sex áratugi. Félagsmönnum aðildarfélaga býðst að tryggja sér sæti með því að skrá sig fyrifram hér á vefnum.

Lesa meira

Úrval námskeiða í boði á haustönn - 10.9.2018

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja áhugaverð námskeið á haustönn 2018. 

Lesa meira
Síða 2 af 19