Fréttir (Síða 3)

Þjónustuver BHM hefur verið opnað - 14.2.2020

Búið er að opna þjónustuver BHM en það var lokað milli kl. 9:00 og 11:00 í morgun vegna veðurs.

Lesa meira

Þjónustuver lokað til a.m.k. 11:00 í dag vegna veðurs - 14.2.2020

Þjónustuver BHM verður a.m.k. lokað til kl. 11:00 í dag, 14. febrúar 2020, vegna rauðrar veðurviðvörunar.

Lesa meira

Vinnuhópur kortleggur stöðu sjálfstætt starfandi félagsmanna - 12.2.2020

Formannaráð BHM ákvað á fundi sínum í byrjun síðasta árs að setja á stofn sérstakan vinnuhóp til að fjalla um málefni sjálfstætt starfandi félagsmanna innan aðildarfélaga bandalagsins. Í kjölfarið var málinu vísað til stjórnar BHM sem óskaði eftir tilnefningum frá félögunum í fimm manna vinnuhóp sem m.a. hefði það hlutverk að kortleggja stöðu sjálfstætt starfandi/verkefnaráðinna félagsmanna, taka saman gátlista fyrir þessa félagsmenn vegna samninga þeirra við verkkaupa, greina stöðu þessa hóps í sjóðum BHM o.fl. 

Lesa meira

Tæplega 90 orlofskostir í boði í sumar - 11.2.2020

Orlofsblaðið, árlegt kynningar- og upplýsingarit Orlofssjóðs BHM, er komið út en þar eru kynntir þeir orlofskostir sem sjóðfélögum standa til boða á þessu ári.

Lesa meira

Lykilstarfsmenn samtaka launafólks fá fræðslu um viðbrögð við hugsanlegum heimsfaraldri - 10.2.2020

Mánudaginn 18. febrúar nk. mun fulltrúi frá Landlæknisembættinu fræða lykilstarfsmenn samtaka launafólks um viðbrögð við hugsanlegum heimsfaraldri á sameiginlegum fundi sem haldinn verður í húsakynnum BHM í Reykjavík. 

Lesa meira

Skýrsla um Alþjóðavinnumálaþingin 2018 og 2019 - 5.2.2020

Skýrslu félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um Alþjóðavinnumálaþingin (International Labour Conference) 2018 og 2019 hefur verið dreift til alþingismanna. 

Lesa meira

Samspil jafnréttis- og umhverfismála rætt á jafnréttisþingi 20. febrúar - 3.2.2020

Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar nk. undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin.

Lesa meira

Þurfum að ákveða hvernig við ætlum að bregðast við harkhagkerfinu - 31.1.2020

Góð þátttaka var á málþingi BHM um stöðu sjálfstætt starfandi háskólafólks sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í gær. Yfirskrift málþingsins var „Lífið í harkinu – sjálfstætt starfandi háskólafólk í breyttum heimi“.

Lesa meira

Samningsréttur stéttarfélaga verður aldrei látinn af hendi - 31.1.2020

Hátt í þúsund manns töku þátt í baráttufundi BHM, BSRB og Fíh sem haldinn var í Háskólabíói í gær og streymt til sjö staða á landsbyggðinni. Það var hugur í fundarfólki og samhljómur í kröfum ræðumanna.

Lesa meira

Streymt frá baráttufundi til sjö staða utan höfuðborgarsvæðisins - 30.1.2020

Nú eru staðir á landsbyggðinni þangað sem streymt verður frá baráttufundi opinberra starfsmanna í dag orðnir sjö. Sauðárkrókur og Hólar í Hjaltadal bættust við seint í gær.

Lesa meira

Auglýst eftir framboðum til setu í stjórnum og nefndum BHM - 29.1.2020

Framboðsnefnd BHM auglýsir eftir félagsmönnum aðildarfélaga sem hafa áhuga á að sitja í stjórnum og nefndum bandalagsins. Áhugasömum er bent á að hafa samband við sitt félag fyrir 15. febrúar nk.

Lesa meira

Bein útsending frá baráttufundi á fimm stöðum utan höfuðborgarsvæðisins - 28.1.2020

Streymt verður frá baráttufundi opinberra starfsmanna nk. fimmtudag á Ísafirði, Akureyri, í Grundarfirði, Borgarnesi og Reykjanesbæ.

Lesa meira

Kjarasamninga strax! – Baráttufundur opinberra starfsmanna - 23.1.2020

BHM, BSRB og Fíh boða til baráttufundar fyrir félagsmenn sína þar sem þess verður krafist að viðsemjendur gangi þegar í stað til kjarasamninga.

Lesa meira

Námskeið um lífeyrismál við starfslok - 22.1.2020

Miðvikudaginn 29. janúar býðst sjóðfélögum Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar að sækja námskeið um lífeyrismál við starfslok. 

Lesa meira

Færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku - 22.1.2020

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku á samningafundi aðila í morgun. Með þessu vildu félögin, sem eru í samfloti í yfirstandandi kjaraviðræðum, hvetja viðsemjandann til dáða en viðræðurnar hafa nú staðið yfir í tæpa 10 mánuði og lítið þokast í samningsátt.

Lesa meira

Verður samið fyrir sjómannadag? - 16.1.2020

Yfirlýsing frá formannaráði BHM vegna stöðu kjaraviðræðna.

Lesa meira

Gömul A-hús í Brekkuskógi boðin áhugasömum til eignar - 14.1.2020

Á orlofssvæði BHM í Brekkuskógi í Biskupstungum eru gömul orlofshús, svokölluð A-hús, sem orðin eru léleg. Ekki er talið svara kostnaði að ráðast í endurnýjun þeirra. Stjórn Orlofssjóðs BHM býður nú áhugasömum aðilum að fá A-húsin afhent til eignar gegn því að fjarlægja þau (smellið á myndina til að nálgast frekari upplýsingar).

Lesa meira

BHM kannar viðhorf félagsmanna til kjaramála og vinnuumhverfis - 14.1.2020

Bandalag háskólamanna hefur falið fyrirtækinu MMR að gera rafræna könnun á viðhorfum félagsmanna aðildarfélaga til ýmissa þátta er lúta að kjaramálum, vinnuumhverfi og líðan á vinnustað. Mikilvægt er að sem flestir félagsmenn taki þátt svo niðurstöður nýtist sem skyldi.

Lesa meira

Málþing BHM um stöðu sjálfstætt starfandi háskólafólks - 6.1.2020

BHM efnir til málþings um stöðu sjálfstætt starfandi háskólafólks fimmtudaginn 30. janúar nk. á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift málþingsins er „Lífið í harkinu – sjálfstætt starfandi háskólafólk í breyttum heimi“. Það er opið öllum sem áhuga hafa, án endurgjalds og meðan húsrúm leyfir, en skrá þarf þátttöku fyrirfram á vef BHM (smellið hér) .

Lesa meira

Þjónustuver opið 23. og 27. des. en lokað aðra daga yfir hátíðarnar - 20.12.2019

Þjónustuver BHM verður opið mánudaginn 23. desember (á Þorláksmessu) og föstudaginn 27. desember en ekki aðra daga yfir jól og áramót. Það opnar aftur kl. 9:00 fimmtudaginn 2. janúar.

Lesa meira

Staðfest að einhliða ákvörðun vinnuveitanda um orlofstöku á uppsagnarfresti var ólögmæt - 20.12.2019

Landsdómur staðfesti á dögunum dóm héraðsdóms um að vinnuveitanda hafi verið óheimilt að ákveða einhliða að hluti uppsagnarfrests starfsmanns félli undir orlofstöku starfsmannsins.

Lesa meira

Tuttugu ára bið á enda - 19.12.2019

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem fela í sér að orlofið verður lengt í tíu mánuði frá og með 1. janúar 2020 og í tólf mánuði frá og með 1. janúar 2021. BHM fagnar þessum breytingum enda hefur bandalagið lengi barist fyrir lengingu fæðingarorlofsins.

Lesa meira

Prófessorar undirrituðu kjarasamning við ríkið - 13.12.2019

Fulltrúar Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) undirrituðu í gærkvöldi, 12. desember, nýjan kjarasamning við ríkið. 

Lesa meira

Ábyrgðarmannakerfið heyrir brátt sögunni til - 11.12.2019

Í frumvarpi til laga um Menntasjóð námsmanna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er í bráðabirgðaákvæði mælt fyrir um afnám ábyrgðarmannakerfis LÍN. BHM fagnar þessu og hvetur löggjafann til að afgreiða málið hið fyrsta. 

Lesa meira

Skrifstofa og þjónustuver lokuð frá kl. 14:30 vegna veðurs - 10.12.2019

Vegna slæmrar veðurspár verða skrifstofa og þjónustuver BHM lokuð frá kl. 14:30 í dag, 10. desember. Skrifstofa og þjónustuver opna aftur kl. 9:00 í fyrramálið ef veður leyfir.

Lesa meira

Ganga þarf lengra í því að styrkja háskólanema - 5.12.2019

BHM fagnar áformum stjórnvalda um að taka upp blandað kerfi lána og styrkja í stað núverandi námslánakerfis. Engu að síður telur bandalagið að ganga eigi lengra í því að styrkja námsmenn en lagt er til í frumvarpi til laga um Menntasjóð námsmanna. Þá telur BHM nauðsynlegt að sett verði ákveðið þak á vexti námslána í nýju kerfi. Enn fremur lýsir BHM furðu á því að ekki sé í frumvarpinu komið í veg fyrir að námsmenn framtíðarinnar þurfi að greiða af námslánum eftir að starfsævinni lýkur.

Lesa meira

Er hægt að halda jafnri ávinnslu lífeyrisréttinda við atvinnumissi? - 2.12.2019

Fólk sem nýtur jafnrar réttindaávinnslu í A-deildum LSR og Brúar, með framlögum úr lífeyrisaukasjóðum þeirra, á rétt á að halda jafnri réttindaávinnslu þótt það missi vinnu og fari á atvinnuleysisbætur.

Lesa meira

Tæplega tvö þúsund háskólamenntuð án vinnu í október - 29.11.2019

Atvinnuleysi meðal háskólafólks hefur aukist jafnt og þétt undanfarna tólf mánuði. BHM hefur ítrekað lýst áhyggjum af þróuninni og hvatt stjórnvöld til aðgerða.

Lesa meira

Opinn morgunverðarfundur í tilefni af aldarafmæli LSR - 22.11.2019

Um þessar mundir eru eitthundrað ár liðin frá stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Af þessu tilefni efnir sjóðurinn til opins morgunverðarfundar á Hilton Reykjavik Nordica fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Allir sjóðfélagar eru velkomnir. 

Lesa meira

Áunnin réttindi félagsmanna verði virt - 20.11.2019

Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. 

Lesa meira

BHM fagnar tillögum um aðgerðir í þágu greiðenda námslána - 19.11.2019

Starfshópur forsætisráðherra leggur til að endurgreiðsluhlutfalli og vöxtum námslána verði breytt. Einnig leggur hópurinn til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu og að uppgreiðsluafsláttur verið hækkaður verulega. BHM fagnar tillögunum enda eru þær í samræmi við stefnu bandalagsins.

Lesa meira

Þjónustuver BHM lokað til kl. 14:00 á fimmtudaginn - 12.11.2019

Þjónustuver BHM verður lokað fimmtudaginn 14. nóvember milli kl. 9:00 og 14:00 vegna starfsdags starfsmanna. Þjónustuverið opnar aftur kl. 14:00 og verður opið til kl. 16:00.

Lesa meira

Fjögur félög af fimm samþykktu nýjan kjarasamning - 9.11.2019

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning fimm aðildarfélaga BHM við ríkið lauk síðdegis í gær. Niðurstaðan varð sú að fjögur félög samþykktu samninginn en eitt félag hafnaði honum. 

Lesa meira

Nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntunarsjóðs BHM - 4.11.2019

Í ljósi sterkrar fjárhagsstöðu Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur stjórn sjóðsins ákveðið að breyta úthlutunarreglum hans frá og með 1. nóvember.

Lesa meira

Kulnun og örmögnun kvenna – hvað er til ráða? - 1.11.2019

Nýlega hélt Sirrý Arnardóttir hádegisfyrirlestur á vegum BHM sem bar yfirskriftina ,,Kulnun og bjargráð kvenna”. Að fyrirlestrinum loknum lagði Sirrý tvær spurningar fyrir áheyrendur og bað þær um að ræða möguleg svör í litlum hópum.

Lesa meira

Orlofsblaðið framvegis eingöngu gefið út rafrænt - 1.11.2019

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að framvegis verði Orlofsblaðið eingöngu gefið út á rafrænu formi.

Lesa meira

Kröfurnar eru skýrar - 25.10.2019

Átta aðildarfélög BHM hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla formanns Sameykis í fréttum RÚV í gær, 24. október.

Lesa meira

Tæplega 6% launamunur milli BHM-karla og BHM-kvenna hjá ríkinu - 24.10.2019

Karlar innan BHM sem starfa hjá ríkinu voru að meðaltali með 5,7% hærri heildarlaun en konur innan bandalagsins sem starfa hjá ríkinu á fyrri helmingi þessa árs. Í dag er kvennafrídagurinn, 24. október.

Lesa meira

Fimm aðildarfélög BHM sömdu við ríkið - 22.10.2019

Fimm aðildarfélög BHM hafa undirritað nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn er til fjögurra ára og verður efni hans kynnt félagsmönnum á næstu dögum. 

Lesa meira

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM - 17.10.2019

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur samþykkt nýjar á úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og taka þær gildi 1. nóvember nk. 

Lesa meira

BHM gagnrýnir afnám menntunarálags í útboði SÍ á sjúkraþjálfunarþjónustu - 11.10.2019

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skilmála í útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á sjúkraþjálfunarþjónustu.

Lesa meira

Óboðlegt að ríkið bjóði starfsfólki sínu upp á kjararýrnun - 9.10.2019

BHM gagnrýnir að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 sé gert ráð fyrir að verðlag hækki umfram laun ríkisstarfsmanna á árinu. Bandalagið hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjárlagafrumvarpið.

Lesa meira

Kulnun og bjargráð kvenna - 7.10.2019

Næstkomandi mánudag, 14. október, mun Sirrý Arnardóttir flytja síðdegisfyrirlestur á vegum BHM um viðtalsbók sína Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný. Sætafjöldi er takmarkaður og þurfa félagsmenn að skrá mætingu fyrirfram.

Lesa meira

Atvinnuleysi meðal háskólafólks heldur áfram að aukast - 4.10.2019

Í ágúst á þessu ári voru samtals 1.904 háskólamenntaðir einstaklingar skráðir án atvinnu, 1.108 konur og 796 karlar, samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra voru samtals 1.144 háskólamenntaðir skráðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 760 milli ára eða um tæplega 66%. BHM hefur ítrekað lýst áhyggjum af þessari þróun.

Lesa meira

Við viljum raunverulegt samtal um launaliðinn! - 19.9.2019

Aðildarfélög BHM hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðunnar í kjaraviðræðum félaganna við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Lesa meira

Hefur þú skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála? - 11.9.2019

Jafnréttisráð hefur auglýst eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar ráðsins fyrir árið 2019. Skilafrestur rennur út 27. september.

Lesa meira
Síða 3 af 21