Prestafélag Ísland fær bráðabirgðaaðild að BHM

3.10.2018

Stjórn Bandalags háskólamanna hefur samþykkt að veita Prestafélagi Íslands (PÍ) bráðabirgðaaðild að bandalaginu í samræmi við ákvæði greinar 2.1 í lögum þess. Þar segir að stjórn BHM geti veitt félagi bráðabirgðaaðild að bandalaginu uppfylli aðildarumsókn þess skilyrði aðildar og hafi hlotið samþykki aðalfundar félagsins. Aðalfundur PÍ, sem haldinn var síðastliðið vor, samþykkti að fela stjórn félagsins að sækja um aðild að BHM og barst umsóknin bandalaginu í byrjun júní.

Í bráðabirgðaaðild PÍ felst að felst að félagið mun fá áheyrnarfulltrúa á fundum formannaráðs BHM fram að næsta aðalfundi bandalagsins. Þar verður aðildarumsókn félagsins tekin til formlegrar afgreiðslu en fundurinn verður haldinn vormánuðum 2019.

 


Fréttir