Prestafélag Íslands fær fulla aðild að BHM

31.5.2019

  • bhm_adalfundur_2019_b-67
    Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, í pontu á aðalfundi BHM 2019.

Á nýlega afstöðnum aðalfundi Bandalags háskólamanna var formlega samþykkt að veita Prestafélagi Íslands (PÍ) fulla aðild að bandalaginu. Aðildarfélög bandalagsins eru þar með orðin 27 en fjöldinn hefur rokkað nokkuð á síðustu árum af ýmsum ástæðum. 

Forsaga málsins er sú að á aðalfundi PÍ árið 2018 var samþykkt að fela stjórn félagsins að sækja um aðild að BHM. Umsóknin barst bandalaginu í byrjun júní á síðasta ári og í kjölfarið samþykkti stjórn BHM að veita félaginu svokallaða bráðabirgðaaðild að bandalaginu í samræmi við ákvæði greinar 2.1 í lögum þess. Formaður félagsins hefur átt rétt til setu á fundum formannaráðs BHM sem áheyrnarfulltrúi frá síðasta hausti.

Aðild PÍ að BHM var samþykkt einróma á aðalfundinum, sem haldinn var 23. maí sl., og síðan klöppuðu fundarmenn vel og lengi. Að því loknu sté formaður félagsins, Ninna Sif Svavarsdóttir, í pontu og mælti nokkur orð.


Fréttir