Prófessorar undirrituðu kjarasamning við ríkið

13.12.2019

Fulltrúar Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) undirrituðu í gærkvöldi, 12. desember, nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl sl. og til fjögurra ára. Félagið gerir kjarasamning fyrir hönd prófessora við alla ríkisháskólana en í hverjum þeirra er svo gerður stofnanasamningur á grunni kjarasamningsins.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á sérstökum fundi mánudaginn 16. desember nk. og hefur öllum félagsmönnum verið sent fundarboð.


Fréttir