Sigrún Ösp ráðin framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)

9.6.2016

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Hún er með BA- og MS-gráður í hagfræði og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri/hagfræðingur hjá Þjónustuskrifstofu FFSS sem starfrækt er af fimm aðildarfélögum Bandalags háskólamanna. Þar áður starfaði Sigrún sem sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofu Íslands. Sigrún tekur við starfinu 1. ágúst nk. af Maríönnu H. Helgadóttur sem var kjörin formaður FÍN á aðalfundi félagsins í apríl.


Fréttir