Chat with us, powered by LiveChat

Hvaða straumar og drifkraftar munu móta vinnustaði framtíðarinnar?

Fyrirlestur og vinnustofa á vegum BHM, STH og KMR 25. janúar á Grand Hótel Reykjavík

7.1.2019

  • Geuken
    Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá Copenhagen Institute for Future Studies.

„Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda“ er yfirskrift fyrirlestrar og vinnustofu sem fara fram föstudaginn 25. janúar nk. á vegum BHM, Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Starfsþróunarseturs háskólamanna. Þar mun Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá Copenhagen Institute for Future Studies, flytja erindi um strauma og drifkrafta sem móta munu vinnustaði í opinbera geiranum á komandi árum. Meðal annars mun hann fjalla um hvernig slíkir vinnustaðir geti aðlagast breyttu umhverfi, nýrri tækni, nýjum viðhorfum og nýrri kynslóð starfsmanna. Að erindi sínu loknu mun Geuken stýra vinnustofu þar sem þátttakendur munu ræða um hvað stjórnendur geti gert til að undirbúa og laga vinnustaði í opinbera geiranum að kröfum og þörfum framtíðarinnar.

Fyrirlesturinn og vinnustofan fara fram á Grand Hótel Reykjavík milli kl. 8:00 og 12:00. Skráningargjald er kr. 2.500 og greiðist með greiðslukorti (debet- eða kreditkorti) við skráningu

Dagskrá

8:00 Húsið opnar, morgunverður
8:30 Stenst vinnustaður þinn framtíðarprófið? Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá CIFS
9:40 Kaffihlé
10:00 Vinnustaðir framtíðar og verkfærakistan. Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá CIFS
10:30 Vinnustofa (þátttakendum skipt í hópa)
12:00 Dagskrárlok

Thomas Geuken er þekktur fyrirlesari og höfundur rita á sviði framtíðarfræða. Hann hefur veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um framtíðarstefnumótun, s.s. IKEA, Volvo, Deloitte, Novozymes og Google. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi ríkisstjórna á þessu sviði. Geuken er Associated Partner hjá Copenhagen Institute of Future Studies sem stofnað var árið 1969 og er ein fremsta rannsóknastofnun heims á sviði framtíðarfræða.

Skrá mig á fyrirlesturinn og vinnustofuna 


Fréttir