Rafrænn aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands gekk vel

4.6.2020

  • Nýkjorin stjórn FÍ
    adalfundur_FI

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands var haldinn 12. maí síðastliðinn með rafrænum hætti vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Fundarstjóri var Eldey Huld Jónsdóttir, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri FÍ, sem staðfesti lögmæti fundarins og var gengið til hefðbundinnar dagskrár.

Á fundinum var kosið um þrjú laus sæti í stjórn, þrjú sæti í siðanefnd og tvö sæti í vísindanefnd, framboð lágu fyrir og var sjálfkjörið í öll laus sæti.

Í lok fundarins þakkaði formaður fráfarandi fulltrúum fyrir vel unnin störf og bauð nýja velkomna til starfa í þágu félagsins.

Eftirtalin skipa stjórn félagsins 2020-2021:

 

  • Steinunn Bergmann, formaður
  • Anna Guðrún Halldórsdóttir
  • Arndís Tómasdóttir
  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
  • Hafdís Gerður Gísladóttir
  • Ingibjörg Þórðardóttir
  • Sigurlaug H. S. Traustadóttir