Reiknivél BHM vegna breytingar á starfshlutfalli

25.3.2020

  • Laun reiknivél
    launareiknivel

Í ljósi Covid-19 heimsfaraldurs hefur lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóð launa verið breytt tímabundið. Nú hefur fólk rétti til greiðslu hlutabóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda, sbr. lög nr. 54/2006 .

Bandalag háskólamanna hefur látið setja upp reiknivél fyrir félagsmenn aðildarfélaga sinna svo þeir geti reiknað út tekjur sínar verði þeir að minnka starfshlutfall sitt tímabundið skv. samkomulagi við vinnuveitanda sinn.

Reiknivélin er á þessum hlekk.

Á þessum hlekk eru algengar spurningar varðandi þetta úrræði og önnur réttindamál sem tengjast COVID-19.