Rekstur smáfyrirtækja

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.

7.1.2021

  • GudrunBjorgBraga

Fyrirlestur í streymi á streymisveitu BHM þriðjudaginn 12. janúar kl. 13:00. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í fimm daga í kjölfarið á fræðslusíðu BHM, hér: Fræðsla fyrir félagsmenn*.

Meðal þess sem Guðrún Björg fer yfir er:

  • Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega
  • Reiknað endurgjald
  • Skil opinberra gjalda
  • Skil launatengdra gagna
  • Lífeyrissjóður og heimildir til að greiða umfram hlutfall af reiknuðu endurgjaldi
  • Stéttarfélög og sjóðir

Guðrún Björg Bragadóttir er sérfræðingur í viðskipta- og skattamálum hjá KPMG. Hún er með Cand. Oecon próf frá Háskóla Íslands og meistarapróf í skattamálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

*Athugið að fyrir neðan innskráningardálkana á hlekknum Fræðsla fyrir félagsmenn eru tveir hlekkir: Nýskráning og Gleymt lykilorð – fyrir þau sem eru að skrá sig inn í fyrsta sinn eða hafa gleymt lykilorðinu. 


Fréttir