„Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga“

- segir formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir

15.8.2019

Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið þar sem hún fer yfir stöðuna í kjaraviðræðum aðildarfélaga bandalagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í greininni segir Þórunn að hvorki hafi gengið né rekið í viðræðunum og að svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Þá fer hún yfir meginkröfur félaganna sem eru m.a. prósentuhækkanir launa, stytting vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og léttari endurgreiðslubyrði námslána: „Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur,“ segir Þórunn.

Lesa má greinina í heild sinni hér.Fréttir