Samningsréttur stéttarfélaga verður aldrei látinn af hendi

Fjölmenni á baráttufundi BHM, BSRB og Fíh í Háskólabíói

31.1.2020

  • sameyki_haskolabio-10
  • sameyki_haskolabio-40
  • sameyki_haskolabio-8
  • sameyki_haskolabio-3
  • sameyki_haskolabio-19
  • sameyki_haskolabio-9
  • sameyki_haskolabio-28
  • sameyki_haskolabio-33
  • sameyki_haskolabio-18
  • sameyki_haskolabio-29

Hátt í þúsund manns töku þátt í baráttufundi BHM, BSRB og Fíh sem haldinn var í Háskólabíói í gær og streymt til sjö staða á landsbyggðinni. Það var hugur í fundarfólki og samhljómur í kröfum ræðumanna. 

Laufey E. Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, ávarpaði fundinn fyrir hönd Bandalags háskólamanna. Í ræðu sinni sagði hún m.a.:

„Meginkrafa BHM er sú að menntun sé metin til launa þannig að ríki og sveitarfélög geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. En þær hækkanir sem okkur eru boðnar fela beinlínis í sér gengisfellingu á menntun okkar félagsmanna. Það getum við ekki sætt okkur við. Annað áhyggjuefni er að samningsréttur okkar er ekki virtur. Það er þrýst á okkur að samþykkja kjarasamninga sem gerðir eru annars staðar – í öðrum raunveruleika. Þetta getum við heldur ekki sætt okkur við. Samningsrétturinn er hornsteinn í starfsemi stéttarfélaga og sjálfur tilverugrundvöllur þeirra. Þennan rétt munum við aldrei gefa frá okkur!“


Ávarp Laufeyjar í heild sinni má lesa hér.

Auk Laufeyjar ávörpuðu fundinn Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sandra B. Franks formaður Sjúkrliðafélags Íslands og Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis. Tónlistaratriðin voru í höndum Reykjavíkurdætra og Jónasar Sig og ritvélanna.

Fundurinn þótti takast vel í alla staði og blés fundarfólki baráttuanda í brjóst.


Fréttir