Samningur Félags sjúkraþjálfara og Reykjavíkurborgar samþykktur

3.7.2020

Kosið hefur verið um samning sem FS og Reykjavíkurborg undirrituðu 30. júní síðastliðinn. Á kjörskrá voru fjórir starfandi félagsmenn hjá borginni. Tveir greiddu atkvæði og samþykktu báðir samninginn.

Gildistími hans er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.