Samskipti á vinnustað

24.11.2021

  • Rakel Heiðmarsdóttir
    samskiptimyndaheimasidu
    Rakel Heiðmarsdóttir

Rakel Heiðmarsdóttir, ráðgjafarsálfræðingur, stýrir námskeiði sem haldið verður þriðjudaginn 30. nóv. kl. 13:00-16:00. Námskeiðið er aðeins ætlað félagsmönnum aðildarfélaga BHM og er þeim að kostnaðarlausu. 

Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum?

Hver samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndarsamskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og hvernig hann nýtist til að fyrirbyggja og leysa úr.

Takmarkað pláss er á námskeiðið. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á þessum hlekk. Athugið að skráning hefst miðvikudaginn 24. nóvember kl. 12:00.

Upptaka verður aðgengileg á lokaðri námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið. 


Fréttir