Sérstöku viðbragðsteymi komið á fót vegna viðkvæmra hópa

Tekið er við ábendingum og fyrirspurnum frá almenningi á netfanginu vidbragd@frn.is

30.3.2020

Vegna COVID-19 faraldursins hafa félags- og barnamálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga komið á fót viðbragðsteymi til að draga úr þjónusturofi við viðkvæma hópa í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Fulltrúar í Velferðarvaktinni eru ráðgefandi aðilar fyrir viðbragðsteymi félagsmálaráðuneytis, en þeirra á meðal er fulltrúi Bandalags háskólamanna.

Viðbragðsteymið hefur það hlutverk að safna og miðla upplýsingum, meta stöðu sem upp getur komið og eftir atvikum bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins á mikilvæg þjónustukerfi á landsvísu áhrifa faraldursins á félagsþjónustu og sértæka þjónustu við viðkvæma hópa.

Teymið fær reglulega sendar upplýsingar um stöðu á þjónustu við viðkvæma hópa frá öllum sveitarfélögum, stofnunum og öðrum þjónustuaðilum.

Auk þess er tekið á móti ábendingum og fyrirspurnum er varða velferðarþjónustu frá almenningi á sérstakt netfang vidbragd@frn.is