Sex aðildarfélög BHM samþykktu kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga

Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk í dag

15.5.2020

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sex aðildarfélaga BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk í dag. 

Félögin sem um ræðir eru:

  • Dýralæknafélag Íslands,
  • Félagsráðgjafafélag Íslands,
  • Iðjuþjálfafélag Íslands,
  • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
  • Sálfræðingafélag Íslands,
  • Þroskaþjálfafélag Íslands.

Gildistími nýju samninganna er frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Sjá má nánari upplýsingar um niðurstöður atkvæðagreiðslnanna í töflunni hér að neðan en samningana má nálgast á vefsíðum félaganna

   Fjöldi
á kjörskrá
 Fjöldi
atkvæða
 Nei  Skiluðu
 auðu
 Kosningaþáttaka
 DÍ  3  2  2  0  -
 FÍ 160  86  72 14   0  54%
 IÞÍ  87  51 38  12   1  59%
 KVH  97  59  55  3  1  61%
 44  30  30  0  0  68%
 ÞÍ  385  271  226 34   11  70%