Sex aðildarfélög BHM undirrituðu nýja kjarasaminga við Samband íslenskra sveitarfélaga

8.5.2020

 • BHM16-1-
  Undirritun nýju samninganna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.
 • BHM8
 • BHM12
 • BHM13
 • BHM14
 • BHM10
 • BHM9
 • BHM11
 • BHM15

Sex aðildarfélög BHM undirrituðu í dag nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Gildistími nýju samninganna er frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Á næstunni mun efni samninganna verða kynnt félagsmönnum þessara sex félaga og í kjölfarið verða greidd atkvæði um þá. Rafræn atkvæðagreiðsla um samningana fer fram dagana 12.–15. maí. 

Þess má geta að kjaraviðræður milli aðila fóru að öllu leyti fram gegnum fjarfundabúnað. 


Fréttir