Chat with us, powered by LiveChat

Sex ný sumarhús í Brekkuskógi

Koma í stað eldri húsa. Hönnuð og byggð með hagkvæmni til framtíðar í huga.

24.11.2021

 • Brekkuskógur
  Screenshot-2021-11-24-at-10.51.58
  Brekkuskógur
 • Brekkuskógur
  Pottur
 • _MG_9693-Pano-2-
 • _MG_9708
 • Hu-us-G7
 • _MG_9716-1-
 • _MG_9733
 • _MG_9731
 • _MG_9723

Orlofssjóður BHM hefur fengið afhent þrjú ný sumarhús í Brekkuskógi. Þrjú samskonar hús til viðbótar eru í byggingu og verða afhent í ársbyrjun 2022. Húsin eru kölluð G-hús og koma í stað sex eldri A-húsa sem voru komin vel til ára sinna.

Nýju húsin eru hvert um 82 fm á einni hæð með steyptri plötu. Alls eru þrjú svefnherbergi í húsunum og svefnpláss fyrir sex manns. Þau eru hönnuð og byggð með hagkvæmni til framtíðar í huga. Þá var sérstaklega miðað við að húsin henti sjóðsfélögum OBHM hvað varðar stærð og fjölda gistirýma.

Arkitektar húsanna eru þær Sigríður Maack og Ingunn Helga Hafstað hjá Arktika ehf. 25 tilboð bárust í verkið og var lægsta tilboði tekið. Verktakar eru Bergrún ehf, Afl smíði og Múr ehf. Verkfræðistofan Efla annast verkeftirlit með framkvæmdunum.

Húsin eru hin glæsilegustu eins og myndirnar sýna. 

Bókanir fyrir húsin opna mánudaginn 29. nóvember kl 12:00. Bókunartímabilið sem hægt verður að bóka er 30.nóvember 2021 – 28.febrúar 2022. Hægt verður að leigja húsin á orlofsvef OBHM .


Fréttir