Sjúkraþjálfarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við ríkið

17.4.2020

Félagsmenn Félags sjúkraþjálfara (FS) hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið sem gildir á tímabilinu 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Kosningaþátttaka í rafrænni atkvæðagreiðslu var 70% og samþykktu 89% þeirra sem greiddu atkvæði samninginn, 8% höfnuðu honum en 3% skiluðu auðu.