Skilaði orlofsuppbótin sér um mánaðamótin?

11.6.2021

  • orlofsuppbot2

Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um orflofsuppbót. Orlofsuppbótin er föst krónutala, sérstök eingreiðsla, sem er greidd í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu. Orlofsuppbótin er greidd út 1. júní ár hvert, en 1. maí hjá þeim sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.

Orlofsuppbótin í ár er:

  • Ríki: 52.000kr.
  • Reykjavíkurborg: 52.000kr.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga: 51.700kr.
  • SA: 52.000kr.

Munum að skoða launaseðlana okkar. 


Fréttir