Skrif fyrir vefinn - fyrirlestur

Vefsíður erur andlit fyrirtækja og stofnana út á við og þarf textinn á þeim því að vera aðgengilegur og auðlæs.

10.11.2021

  • skriffyrirvefinnheimasidumynd
    Fyrirlesari er Berglind Ósk Bergsdóttir

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams.

Þessi fyrirlestur er ætlaður þeim sem skrifa fyrir vefi og þurfa að skrifa aðgengilegan texta sem nær til fólks. Talað verður um rödd og tón, notendamiðaðan og auðlesinn texta auk þess sem fjallað verður um aðgengismál.

Berglind Ósk Bergsdóttir hefur starfað sem notendamiðaður textasmiður síðan 2018 en starfaði áður sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko.

Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Hann er aðeins ætlaður félagsmönnum aðildarfélaga BHM og er nauðsynlegt að skrá sig til að horfa á hann, smelltu hér til að skrá þig .

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið. 


Fréttir