Setur fram hugmyndir um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga

Skýrsla Steinars Holden, prófessors við Oslóarháskóla, um nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði

23.9.2016

  • holden

Undanfarin þrjú ár hafa heildarsamtök á vinnumarkaði haft með sér formlegt samstarf um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga, hið svokallaða Salek (samstarf aðila vinnumarkaðarins um launaupplýsingar og efnahagslegar forsendur kjarasamninga). Liður í þessu samstarfi hefur verið að ræða og móta hugsanlegt nýtt ferli við gerð kjarasamninga, nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði. Norðmaðurinn Steinar Holden, prófessor við Oslóarháskóla, hefur veitt ráðgjöf í sambandi við þessa vinnu. Hann skilaði í lok sumars af sér skýrslu þar sem settar eru fram margvíslegar hugmyndir um bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð hér á landi.

Skýrsluna  má nálgast hér.


Fréttir