Skýrsla um Alþjóðavinnumálaþingin 2018 og 2019

5.2.2020

  • ilo-logo

Skýrslu félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um Alþjóðavinnumálaþingin (International Labour Conference) í Genf 2018 og 2019 hefur verið dreift til alþingismanna. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framvindu og helstu málefnum þessara tveggja þinga. 

Sérstaklega er gerð grein fyrir 108. Alþjóðavinnumálaþinginu árið 2019 en þá var minnst 100 ára afmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Birtar eru samþykkt og tilmæli sem þingið afgreiddi um aðgerðir gegn áreitni og ofbeldi. Gildi þessara gerða felst í því að með þeim er lagður grunnur að aðgerðum til að skapa vinnuumhverfi sem byggist á virðingu fyrir mannlegri reisn og er laust við hvers konar ofbeldi og einelti. Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samráði við helstu aðildarsamtök á vinnumarkaði að leggja til að Ísland fullgildi samþykktina. 

Einnig eru í skýrslunni birtar breytingar sem gerðar voru á samþykkt um vinnuskilyrði farmanna sem Ísland fullgilti á síðasta ári. Breytingarnar fela í sér bætta réttarstöðu farmanna sem haldið er föngnum um borð í skipi eða utan skips í tengslum við sjórán. Í skýrslunni er m.a. birt skrá yfir allar samþykktir sem Alþjóðavinnumálaþingið hefur afgreitt frá árinu 1919. 

Skýrsluna má nálgast hér.