Sóttkvíareintalið

Eiríkur Örn Norðdahl, skáld og rithöfundur, samdi og flutti hugvekju fyrir BHM

30.4.2020

  • Eiríkur Örn Norðdahl
    EirikurOrnNorddahl_
    Mynd: Ágúst Atlason

Eiríkur Örn gat ekki komið og flutt hugvekjuna í streymi hjá BHM svo hann tók hana upp sjálfur fyrir vestan. 

Eiríkur Örn hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð, ritgerðir, skáldsagna- og ljóðaþýðingar og klassíska uppskriftabók um plokkfisk. Mörg af skáldverkum hans hafa verið þýdd á erlend tungumál og hlotið góðar viðtökur. Eiríkur Örn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 fyrir skáldsöguna Illsku, Menningarverðlaun DV fyrir ljóðabókina Óratorrek auk þess að hafa unnið til fjölda annarra íslenskra og erlendra verðlauna.

Nýjasta skáldsaga hans kom út í mars síðastliðnum og ber heitið Brúin yfir Tangagötuna og er ísfirsk ástarsaga úr samtímanum. 


Fréttir