Samtal við frambjóðendur í aðdraganda kosninga

2.9.2021

  • Friðrik Jónsson ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka.
    FJ
    Friðrik Jónsson ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka.

Friðrik Jónsson, formaður BHM, hefur undanfarið fundað með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningum 25. september. Samtölin hafa verið fjölbreytt og upplýsandi. Farið var um víðan völl enda áherslur flokkana ólíkar. Meðal annars var rætt var um stöðu lífeyrismála, breytingar á lífeyriskerfinu og hækkun lífeyristökualdurs. Flokkarnir fóru yfir áætlanir varðandi heilbrigðiskerfið, loftslagsvána og um leiðir til að tryggja samkeppnishæfni Íslands þegar kemur að menntuðum sérfræðingum á ýmsum sviðum.

Friðrik hvatti fulltrúa flokkana til að lögfesta styttingu vinnuvikunnar og setja jöfnun launa milli markaða í forgang, sérstaklega laun stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þá var stjórnmálafólkið sérstaklega hvatt til að byrja tímanlega að huga að kjarasamningum sem losna um mitt næsta kjörtímabil. 


Fréttir