Staðfest að einhliða ákvörðun vinnuveitanda um orlofstöku á uppsagnarfresti var ólögmæt

20.12.2019

  • landsrettur

Landsréttur staðfesti á dögunum dóm héraðsdóms um að vinnuveitanda hafi verið óheimilt að ákveða einhliða að hluti uppsagnarfrests starfsmanns félli undir orlofstöku starfsmannsins.

Forsaga málsins er sú að einstaklingur sagði upp starfi sínu með umsömdum sex mánaða uppsagnarfresti. Skömmu síðar tilkynnti fyrirtækið að það afþakkaði vinnuframlag starfsmannsins á uppsagnarfresti. Við lok uppsagnarfrest fékk starfsmaðurinn uppgjör en fékk ekki greitt 30 daga áunnið ótekið orlof sitt frá fyrra orlofsári. Vinnuveitandinn hafði með einhliða ákvörðun sinni fellt það orlof inn í uppsagnarfrest.

Rétturinn vísaði m.a. í ákvæði orlofslaga um skyldu til samráðs vinnuveitanda og starfsmanns um töku orlofs en slíkt samráð átti sér ekki stað en hafði verið venja á vinnustaðnum. Var vinnuveitandanum gert að greiða þessum fyrrum starfsmanni orlofsdagana auk vaxta og málskostnaðar. 

Dómur Landsréttar