Starfslokanámskeið

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem eru að ljúka starfsævi sinni býðst að sitja námskeið um þá fjölmörgu þætti sem huga þarf að við starfslok.

16.3.2021

  • bjorn-berg

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, stýrir námskeiðinu.

Fjármál geta flækst til muna þegar taka lífeyris hefst. Á námskeiðinu verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfslok eru undirbúin, s.s.:

  • Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar? 
  • Hvenær á ég að hefja töku lífeyris? 
  • Hvernig virka hálfur lífeyrir og skipting lífeyris með maka? 
  • Hvað ef mig langar að halda áfram að vinna eftir 65/67 ára aldur? 
  • Hvernig ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn? 
  • Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið? 
  • Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 25. mars kl. 12:00-14:00.

Skráning fer fram hér í viðburðadagatali. 

Upptaka af námskeiðinu verður aðgengileg á fræðslusíðu BHM fyrir félagsmenn í viku í kjölfarið. 


Fréttir