Starfsmannasamtalið - fyrir stjórnendur og starfsfólk

13.10.2021

  • Gylfi Dalmann, Fræðsludagskrá BHM
    Starfsmannasamtolin-GylfiDalmann
    Gylfi Dalmann

Starfsmannasamtal er reglulegt samtal milli stjórnanda og starfsmanns sem hefur umbætur í starfi að leiðarljósi. Það er bæði mikilvægt stjórnunartæki og tæki til að heyra í starfsfólk um hvernig gengur og hvað má betur fara. Í fyrirlestrinum fyrir starfsfólk er farið yfir hvernig starfsmaður getur undirbúið sig undir samtalið og hvers hann má vænta. 

Starfsmannasamtalið fyrir stjórnendur verður haldið
mánudaginn 18. október kl. 13:00-14:00. Smelltu hér til að skrá þig.

Starfsmannasamtalið fyrir starfsfólk verður haldið
miðvikudaginn 20. október kl. 13:00-14:00. Smelltu hér til að skrá þig.

Gylfi Dalmann er dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og með mikla reynslu af vinnumarkaðsmálum. 

Námskeið og fyrirlestrar sem BHM býður upp á eru félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Fyrirlestrarnir verða aðgengilegir á lokaðri Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið af hvorum um sig. 


Fréttir