Starfsstöðin heima – líkamsbeiting og vinnuumhverfið

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi, verður með fyrirlestur um hvernig má bæta starfsstöðina og líkamsbeitinguna heima fyrir

17.4.2020

  • Gunnhildur Gísladóttir
    Gunnhildur_cropped

Hvernig er vinnuaðstaðan og líkamsbeitingin þegar vinna margra hefur færst í heimahús? Hvaða möguleikar eru heima fyrir til að koma í veg fyrir álagseinkenni út frá stoðkerfi? Í fyrirlestrinum verður farið yfir þau atriði sem skipta máli til að bæta starfsstöðina heima og ráð til að hugsa um líkamsbeitingu við vinnu.

Mánudaginn 20. apríl verður Gunnhildur Gísladóttir með fyrirlestur í streymi á streymisveitu Bandalags háskólamanna. Gunnhildur er iðjuþjálfi og sérfræðingur á Heilsu-og umhverfissviði hjá Vinnueftirliti ríkisins.

Streymið hefst kl. 12:00 en fyrirlesturinn verður aðgengilegur á streymisveitu BHM til miðnættis 24. apríl.