Stéttarfélög aðstoða félagsmenn við gjaldþrot fyrirtækja

29.3.2019

  • hamarinn

Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að stéttarfélög veita félagsmönnum aðstoð ef fyrirtæki sem þeir starfa hjá verða gjaldþrota. Samkvæmt lögum hefur launþegi tveggja mánaða frest til að lýsa launakröfu í þrotabú eftir að skiptastjóri hefur auglýst eftir kröfum í búið. Launþegi getur óskað eftir því að stéttarfélag hans lýsi kröfunni fyrir hans hönd og þarf hann þá að veita félaginu umboð til þess. Launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja en það þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrst séu einhverjar eignir fyrir hendi í þrotabúinu. Ef þrotabúið er hins vegar eignalaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa. Þegar fyrirtæki verður gjaldþrota skal launþegi samstundis skrá sig atvinnulausan hjá Vinnumálastofnun. Slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.

Nánari upplýsingar má nálgast hér