Streymi misfórst – fyrirlestur endurtekinn síðar

17.3.2020

Vegna bilunar í tækjabúnaði misfórst streymi á fyrirlestri Vilborgar Örnu Gissurardóttur „8848 ástæður til að gefast upp“ á streymissíðu BHM í morgun. Beðist er velvirðingar á þessu. Unnið er að lagfæringum á búnaðinum og verður fyrirlesturinn gerður aðgengilegur á streymissíðu BHM síðar. 

Nánari tímasetning verður auglýst hér á vefnum og á facebook-síðu BHM.