Styðjum myndlistarmenn í baráttu sinni

26.11.2015

  • sim-logo
    SÍM logo

Stjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir stuðningi við herferð Sambands íslenskra myndlistarmanna „VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM.”

Það er með öllu ótækt að listamenn með menntun, reynslu og sérþekkingu á sínu sviði fái ekki greitt fyrir vinnuframlag sitt.

Þungamiðja herferðarinnar „VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM” er að gerðir verði skriflegir samningar um þátttöku og framlag listamanna til sýningahalds, þar sem kveðið er á um að greiða skuli sérstaklega fyrir alla vinnu sem listamenn taka að sér í tengslum við sýningar, bæði fyrir, eftir og meðan á sýningu stendur ásamt því að greidd sé þóknun fyrir sýnd verk.

Bandalag háskólamanna hvetur almenning, forsvarsmenn safna og menningarstofnana og stjórnvöld til að styðja myndlistarmenn í baráttu sinni.


Fréttir